15. apríl 2005
Skýrsla skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltslanda um málefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Skrifstofa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur birt skýrslu sína um þau málefni sem hafa verið efst á baugi hjá framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðustu sex mánuði og afstöðu kjördæmisins til helstu mála. Skýrslunni er skipt í sex þætti: Framtíðarsýn sjóðsins, þróun alþjóðahagkerfisins og fjármálamarkaða, stuðningur sjóðsins við þróunarríki, stefnumál sjóðsins, úrlausn efnahagskreppa og að lokum innri gæða- og matsmál sjóðsins.Sjá nánar (pdf-skjal, 231 kb)