25. apríl 2005
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Almennir vextir óverðtryggðra lána hækka um 0,5% í kjölfar hækkunar stýrivaxta 29. mars síðastliðinn og eru nú 11,0%. Hækkunin hefur áhrif á vexti af skaðabótakröfum, sem hækka í kjölfarið úr 7,0% í 7,3%. Almennir vextir verðtryggðra lána eru óbreyttir frá fyrri mánuði og eru engar breytingar á dráttarvöxtum peningakrafna í erlendri mynt að þessu sinni.
Sjá nánar á sérstakri síðu um tilkynningar um vexti