13. júlí 2005
Útflutningur hugbúnaðar 2004
Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum árum tekið saman upplýsingar um útflutningstekjur vegna hugbúnaðar. Í meðfylgjandi skýrslu fyrir árið 2004 kemur m.a. fram að útflutningur hugbúnaðar hafi á árinu 2004 numið tæpum 3.906 milljónum króna og að hann hafi aukist um rúmar 526 milljónir króna frá fyrra ári eða um 15,6%. Þá kemur fram í skýrslunni að útflutningurinn hafi aukist verulega síðustu ár en nemi samt aðeins rúmu prósenti af útflutningi vöru og þjónustu. Fram kemur að 9 fyrirtæki fluttu út hugbúnað og tölvuþjónustu fyrir meira en 100 milljónir króna hvert á síðasta ári.
Útflutningur hugbúnaðar 2004 (pfd-skjal, 34 kb)