Tvö ný hefti Fjármálatíðinda komin út
Tvö ný hefti Fjármálatíðinda eru komin út á vefsíðu Seðlabankans. Annars vegar síðara hefti 2004 og hins vegar fyrra hefti 2005.
Í síðara hefti 2004 eru fyrirlestrar af fimmtíu ára afmælisráðstefnu Fjármálatíðinda sem haldin var 18. – 19. nóvember 2004. Heftið er mun umfangsmeira en að jafnaði og hefur að geyma 15 erindi frá ráðstefnunni. Fyrsti hlutinn er helgaður afmælinu og því að Seðlabankinn ákvað af því tilefni að heiðra þrjá þjóðkunna hagfræðinga. Birt er setningarræða Birgis Ísleifs Gunnarssonar, ávarp Jóns Sigurðssonar við heiðrunarathöfn og frásögn Jóhannesar Nordal af útgáfustarfsemi Seðlabankans fyrr og síðar. Aðrar greinar í ritinu eru um hagfræði. Umfjöllunarefni eru fjölbreytileg: Hagstjórn í litlu, opnu hagkerfi; Markaðir, stofnanir og samkeppni; Hagvöxtur og auðlindir; Vinnumarkaður og tekjudreifing. Þar að auki birtast yfirlitserindi ráðstefnunnar sem
Fyrra hefti 2005 er hefðbundið. Þar birtast fjórar greinar og einn bókardómur. Fyrsta greinin er eftir Þorvald Gylfason þar sem hann veltir fyrir sér ýmsum hliðum á stjórn peningamála og ríkisfjármála, næst skrifar Kári Sigurðsson um ástæður fyrir kaupum og sölu viðskiptavina bankanna á íslenskum krónum. Því næst eru afar áhugaverðar minningar Jónasar Haralz frá námsárum hans í Svíþjóð. Þá kemur grein í þýðingu Sveins Agnarssonar um Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2004 sem birtist á vefsíðu Nóbelsstofnunarinnar. Lestina rekur bókardómur eftir Ólaf Ísleifsson en þar ritdæmir hann bókina „Frá kreppu til viðreisnar - Þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930 til 1960 “. Heftið í heild og einstakar greinar má finna undir „Rit og skýrslur“ á vefsíðu bankans.