logo-for-printing

19. september 2005

Seðlabanki Íslands sendir greinargerð til ríkisstjórnar

Í yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands 27. mars 2001 var kveðið á um að víki verðbólga meira en 1½% frá verðbólgumarkmiði sem nú er 2½% bæri bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kæmi hver ástæða frávikanna væri, hvernig bankinn hygðist bregðast við og hve langan tíma hann teldi það taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Greinargerðina skyldi birta opinberlega.

Vísitala neysluverðs sem birt var mánudaginn 12. september sl. reyndist hafa hækkað um 4,8% frá september í fyrra. Í samræmi við ákvæði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá mars 2001 afhenti bankastjórn starfandi forsætisráðherra greinargerð bankans síðdegis í dag og fylgir hún hér með. Í henni kemur m.a. fram að fimmtudaginn 29. september nk. gefur Seðlabankinn út ársfjórðungsritið Peningamál. Í því verða m.a. ný verðbólgu- og þjóðhagsspá Seðlabankans auk ýtarlegrar greiningar á verðbólguframvindu undanfarinna mánaða.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Greinargerð Seðlabanka Íslands til ríkisstjórnarinnar (pdf- skjal 37kb)

Nr. 27/2005
19. september 2005

Til baka