14. desember 2005
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Tvisvar á ári getur Seðlabanki Íslands auk þess breytt dráttarvöxtum í ljósi breyttra stýrivaxta. Frá og með 1. janúar næstkomandi hækka dráttarvextir úr 20,5% í 21,5% í ljósi þess að stýrivextir hafa hækkað úr 9,5% í 10,5% á síðastliðnu sex mánaða tímabili. Almennir vextir óverðtryggðra lána hækka úr 12,0% í 12,5% í kjölfar hækkunar stýrivaxta 6. desember síðastliðinn. Í kjölfarið hækka vextir af skaðabótakröfum úr 8,0% í 8,3%. Almennir vextir verðtryggðra lána og dráttarvextir peningakrafna í erlendri mynt eru óbreyttir frá fyrri mánuði, að undanskildri hækkun dráttarvaxta peningakrafna í Bandaríkjadal úr 7,0% í 7,5%.