logo-for-printing

26. júní 2006

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Samkvæmt 6. gr. í kafla nr. III um dráttarvexti í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu skulu dráttarvextir breytast 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Hinn 1. júlí nk. hækkar grunnur dráttarvaxta um 1,75% í 12,25%. Jafnframt hækkar vanefndaálag um 0,25% og verður 11,25%. Dráttarvextir frá og með 1. júlí 2006 verða því 23,50% og gilda til og með 31. desember 2006. Engar breytingar verða á almennum vöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra lána, né á vöxtum af skaðabótakröfum.

Athygli er vakin á því að 1. júlí 2006 lýkur fimm ára tímabili sem fjallað er um í bráðabirgðaákvæði III í lögum nr. 38/2001. Samkvæmt ákvæðinu hættir Seðlabanki Íslands að birta dráttarvexti af lánssamningum í erlendri mynt, gerðum fyrir gildistöku laganna. Dráttarvextir af slíkum lánum, séu þau enn í gildi, verða framvegis jafnháir dráttarvöxtum í hlutaðeigandi gjaldmiðli sem síðast voru auglýstir af Seðlabankanum í Lögbirtingablaðinu 26. maí 2006.

Tilkynning um vexti í heild (pdf-skjal 25kb)

6/2006
26. júní 2006 

 

Til baka