08. september 2006
Rannsóknarritgerð nr. 31 er komin út
Rannsóknarritgerðin „The New Keynesian Phillips Curve: In Search of Improvements and Adaptation to the Open Economy“, eftir Þorvarð Tjörva Ólafsson er komin út og hefur verið birt hér á vefnum. Í henni er fjallað um nýkeynesíska Phillipsferilinn, deilurnar í kringum hann og veitt yfirlit yfir þær leiðir sem hafa verið reyndar á undanförnum árum til að betrumbæta hann. Nýkeynesíski Phillipsferillinn gegnir lykilhlutverki í líkönum margra helstu seðlabanka heims við að skýra og spá fyrir um verðbólguþróun. Aðlögun hans að opnu hagkerfi hefur reynst vandasöm en mikilvægt er að hún takist vel, sérstaklega fyrir verðbólguspár í litlu opnu hagkerfi eins og því íslenska.Sjá nánar