logo-for-printing

23. október 2006

Stefán Svavarsson nýr aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands

Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum ræður bankaráð aðalendurskoðanda bankans og heyrir hann undir það. Stefán hefur undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík, en var áður dósent við Háskóla Íslands. Stefán þekkir vel til starfsemi Seðlabankans því hann var um langt árabil ráðherraskipaður ytri endurskoðandi bankans á grundvelli fyrri laga um bankann.

Nr. 38/2006
19. október 2006 

Til baka