logo-for-printing

10. nóvember 2006

Málstofa um QMM: Nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan Seðlabanka Íslands

Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings í Seðlabanka Íslands, kynnir nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan bankans í Sölvhóli, Seðlabanka Íslands, þriðjudaginn 14. nóvember, kl. 15.00.

Seðlabankinn hefur um nokkurra ára skeið unnið að þróun nýs ársfjórðungslegs þjóðhagslíkans og gagnagrunns sem því fylgir. Líkanið er notað við spágerð og greiningu á áhrifum og miðlun peningastefnunnar. Það gegnir því mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnu Seðlabanka Íslands. Á þessari málstofu verður líkanið kynnt og farið yfir helstu eiginleika þess. Hægt er að nálgast drög að handbók líkansins hjá Þórarni G. Péturssyni (thorarinn.petursson@sedlabanki.is) fyrir málstofuna.

Sjá nánar um málstofur haustsins

Til baka