logo-for-printing

15. febrúar 2007

Moody´s staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands

Hinn 14. febrúar staðfesti matsfyrirtækið Moody´s Investors Service lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion). Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar.

Lesendum er bent á að matið var endurútgefið hinn 15. febrúar, þar sem eftirfarandi setningu var breytt:

 „The Central Bank of Iceland has been aggressively tightening monetary conditions, but the depreciation of the ISK since the beginning of the year continues to fuel inflation way above target.“

Í nýjustu útgáfu matsins er hún:
„The Central Bank of Iceland has been aggressively tightening monetary conditions, but the depreciation of the ISK in the beginning of 2006 has fueled inflation way above target.“

Nálgast má mat Moody's hér (pdf-skjal, 44 kb)

Til baka