06. maí 2009
Erlendar lántökur innlendra aðila
Seðlabanki Íslands óskar eftir því að lögaðilar sem hafa áhuga á að taka erlend lán, sem tekin yrðu í krónum en endurgreidd í erlendum gjaldeyri, sendi um það bréf til Seðlabankans fyrir 11. maí 2009. Fyrirhugað er að þessi aðgerð verði endurtekin eftir u.þ.b. mánuð.
Skilyrði fyrir því að Seðlabankinn heimili slíkar lántökur eru að um sé að ræða ný gjaldeyrisskapandi fjárfestingarverkefni, lánstími sé hið minnsta 7 ár og að fyrirtækið hafi fyrirsjáanlegar tekjur í erlendum gjaldmiðli sem nægi til að standa skil á greiðslum vegna lánsins. Erindi vegna þessa skal senda bankastjóra Seðlabanka Íslands.