29. maí 2009
Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands dagana 19. til 28. maí 2009
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Mark Flanagan lauk í dag rúmlega viku heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að halda áfram viðræðum við íslensk stjórnvöld um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gerð var í tengslum við þá lánafyrirgreiðslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti íslenskum stjórnvöldum 19. nóvember sl. að fjárhæð 2,1 milljarður Bandaríkjadala. Sendinefndin átti gagnlega fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, aðilum vinnumarkaðarins, háskólasamfélaginu og ýmsum hagsmunaaðilum.
Fréttatilkynningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má nálgast hér (pdf-skjal)
Einnig má finna fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins um sama efni á heimasíðu þeirra.