16. júní 2010
Málstofa um spálíkan fyrir gjaldfallslíkur fyrirtækja á Íslandi
Í dag verður haldin málstofa í Seðlabanka Íslands þar sem fjallað verður um spálíkan fyrir gjaldfallslíkur fyrirtækja á Íslandi. Frummælandi er David Tysk, sérfræðingur á fjármálasviði Seðlabankans og flytur hann erindið á ensku.
Málstofan hefst kl. 15:00 í fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölvhóli.
Sjá nánar: Málstofa um: Corporate Probability of Default (PD) model for Iceland