03. janúar 2011
3. rit: Forspárgildi fyrirtækjakönnunar Capacent Gallup
3.rit
Dagsetning: janúar 2011
Höfundur: Guðjón Emilsson
Efni: Forspárgildi fyrirtækjakönnunar Capacent Gallup
Í greininni fjallar höfundur um könnun Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur 400 stærstu fyrirtækja Íslands. Með myndrænni greiningu og fylgnimælingum er sýnt fram á að svör forsvarsmanna fyrirtækja geta haft forspárgildi fyrir ýmsar íslenskar hagstærðir og geta þ.a.l. nýst við spágerð. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar víða um heim og hefur reyndin verið sú að upplýsingar úr þeim hafa haft forspárgildi fyrir valdar hagstærðir. Að auki er fjallað um hvernig bæta megi tímaraðalíkön með því að bæta við upplýsingum úr könnunum.