logo-for-printing

25. mars 2011

Fjögur laus störf í Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir laus til umsóknar fjögur störf. Um er að ræða störf tveggja sérfræðinga á fjármálasviði bankans og tvö störf á upplýsingatæknideild bankans.

Hér að neðan eru upplýsingar um við komandi störf, en hægt er að sækja um á vefnum.

Störfin eru eftirfarandi:

 

Störf á fjármálasviði Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða tvo sérfræðinga til starfa á fjármálasvið bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfstöð í Reykjavík.
Viðfangsefni fjármálasviðs lúta að öryggi og virkni fjármálastofnana og markaða, auk greiningar á grunnþáttum fjármálakerfisins. Þá annast fjármálasvið verkefni bankans á sviði greiðslumiðlunar ásamt því að hafa umsjón með fjárhirslum bankans.


Sérfræðingur – rannsóknir og viðbúnaður

Helstu verkefni:
• Rannsóknir á stöðugleika fjármálakerfisins og aðrar rannsóknir er lúta að áhættu í fjármálakerfinu
• Þátttaka í þróun greiningaraðferða fyrir kerfisáhættu og fjármálastöðugleika
• Umfjöllun um samspil efnahagsþróunar og fjármálalegs stöðugleika
• Skrif í rit bankans og þátttaka í kynningum

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Meistarapróf í hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi
• Þekking á tegundum fjármálaafurða, umhverfi og starfsemi fjármálafyrirtækja og fjármálamarkaða
• Áhersla er lögð á framúrskarandi ritfærni, bæði á íslensku og ensku
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Jónsdóttir, forstöðumaður rannsókna og viðbúnaðar, í síma 569-9600.

Sérfræðingur – greiðslukerfi

Helstu verkefni:
• Yfirsýn með þýðingarmiklum greiðslukerfum og innviðum þeirra
• Mótun stefnu varðandi þróun kerfa, innleiðingu og rekstur þeirra
• Setning reglna fyrir uppgjörskerfi og uppgjörsfyrirkomulag
• Tengsl innlendrar greiðslumiðlunarkerfa við erlend greiðslu- og uppgjörskerfi
• Skipulag viðbúnaðarmála á vettvangi greiðslumiðlunar
• Mat á nýjungum á sviði greiðslumiðlunar með tilliti til öryggis, skilvirkni og hagkvæmni

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst á sviði lögfræði
• Þekking og reynsla á virkni greiðslumiðlunar, einkum á sviði verðbréfa- og kortaviðskipta
• Þekking á evrópskri löggjöf og regluverki á sviði greiðslumiðlunar er kostur
• Áhersla er lögð á framúrskarandi ritfærni, bæði á íslensku og ensku
• Kunnátta í dönsku, sænsku og/eða norsku er æskileg
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Kr. Tómasson, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður greiðslukerfa, í síma 569-9600.

 

Störf á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands

 

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða tvo öfluga einstaklinga til starfa í upplýsingatæknideild bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfstöð í Reykjavík.
Viðfangsefni upplýsingasviðs er að annast öflun, skráningu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna sem Seðlabankinn safnar vegna starfsemi sinnar. Upplýsingasvið annast einnig rekstur, þróun og viðhald hug- og vélbúnaðarkerfa bankans auk gagnagrunna hans.

Kerfisstjóri

Helstu verkefni:
• Umsjón, þróun og daglegur rekstur á tölvuneti bankans og tengdum búnaði
• Innleiðing nýrra kerfa, kennsla og notendaaðstoð
• Samskipti við ytri þjónustuaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Þekking og reynsla af kerfisstjórnun í Microsoft umhverfi
• MCTS, MCITP eða sambærilegt prófskírteini er kostur
• Þekking og reynsla af rekstri Cisco búnaðar
• CCNA prófskírteini er kostur
• Þekking á VMWare búnaði er kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Forritari

Helstu verkefni:
• Þarfagreining, forritun og viðhald hugbúnaðarkerfa og gagnagrunna
• Samskipti við ytri þjónustuaðila

Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun
• Þekking á forritun í Microsoft umhverfi (Visual Studio 2010)
• Þekking á forritun sem tengist SQL Server
• Þekking á XML, vefþjónustum og þjónustumiðaðri högun (SOA)
• Þekking á verkefnastjórnun er kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Nánari upplýsingar um störfin veitir Arnar Freyr Guðmundsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, í síma 569-9600.

************************************************************************
Sótt skal um öll störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunnudaginn 10. apríl næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Til baka