Verðbréfaviðskipti yfir landamæri
Verðbréfaviðskipti yfir landamæri hafa verið birt í hagtölum Seðlabanka Íslands frá árinu 2007 til 2010. Verðbréfaviðskipti innlendra og erlendra aðila hafa ekki verið birt frá því í mars 2007. Þó nokkur breyting hefur átt sér stað varðandi útreikning á viðskiptunum. Ný aðferðafræði verður notuð frá janúar 2007 og nýjar tölur birtar frá þeim tíma, tölur fyrir þann tíma eru ekki samanburðarhæfar. Verðbréfaviðskipti í greiðslujöfnuði munu breytast í næstu birtingu, 1. júní 2011, samkvæmt nýrri aðferðafræði.
Nettóverðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 111 ma.kr. á árinu 2010. Nettóeign innlendra aðila á erlendum verðbréfum jókst um 13,8 ma.kr. á árinu 2010. Nettóeign innlendra aðila í erlendu hlutafé minnkaði um 116 ma.kr., en jókst um 129 ma.kr. í erlendum skuldaskjölum. Nettóeign erlendra aðila á innlendum verðbréfum minnkaði um 97 ma.kr. á árinu 2010 og skýrist það helst á minnkun eigna í innlendum ríkisskuldabréfum sem lækkaði um 139 ma.kr. á árinu.
Sjá nánar: