16. maí 2011
Erindi seðlabankastjóra í Englandsbanka um orsakir, afleiðingar og lærdóma af fjármálakreppunni á Íslandi
Már Guðmundsson seðlabankastjóri heimsótti lánshæfismatsfyrirtæki og viðskiptabanka í Lundúnum í síðustu viku og átti fundi með fulltrúum þeirra. Í tengslum við heimsóknina hélt seðlabankastjóri erindi í Englandsbanka 11. maí sl. um orsakir, afleiðingar og lærdóma af fjármálakreppunni á Íslandi. Þá átti hann fund með Mervyn King seðlabankastjóra Bretlands.
Sjá hér skjal (á ensku) með efnisatriðum í erindi seðlabankastjóra í Englandsbanka 11. maí 2011: The Financial Crisis in Iceland: reflections on causes, consequences and lessons to be learnt.pdf