26. júlí 2011
Ný skýrsla um kortajöfnunarkerfi og fyrirkomulag greiðsluuppgjörs
Seðlabanki Íslands setti nýverið á laggirnar verkefnahóp í samvinnu við útgefendur og færsluhirða á íslenskum kortamarkaði til að meta hagkvæmni þess að byggja upp miðlægt uppgjörskerfi kortaviðskipta til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag ásamt því að taka til endurskoðunar reglur Seðlabankans nr. 31/2011 um greiðsluuppgjör kortaviðskipta.
Verkefnahópurinn hefur nú skilað skýrslu sem fjallar um ofangreinda þætti ásamt því að gera grein fyrir fyrirkomulagi greiðsluuppgjörs og kortajöfnun í greiðslukortaviðskiptum á Íslandi ásamt tengdum málum greiðslukortaviðskipta á Íslandi.
Skýrsluna má finna hér.