logo-for-printing

10. nóvember 2011

Fjármálareikningar

Seðlabanki Íslands hefur hafið ársfjórðungslega birtingu á fjármálareikningum fjármálafyrirtækja. Reikningarnir ná frá fjórða ársfjórðungi 2003 til annars ársfjórðungs 2011 og eru birtir sem hluti af hagtölum Seðlabankans. Að auki eru birtar sérstaklega upplýsingar um skuldir heimila og fyrirtækja skipt eftir lánveitendum og útlánaformi.

Heildar fjármunaeign fjármálafyrirtækja á öðrum ársfjórðungi 2011 nemur 10.906 ma.kr., þar af eru útlán 4.213 ma.kr. eða um 39% og verðbréf önnur en hlutafé um 3.153 ma.kr. eða 29%. Heildarskuldir fjármálafyrirtækja nema um 15.365 ma.kr. og er hlutur fjármálafyrirtækja í slitaferli eða nauðasamningum 62%. Nánari upplýsingar um fjármálareikninga eru hér

Til baka