logo-for-printing

15. mars 2012

Breytingar á lögum um gjaldeyrismál

Hinn 13. mars 2012, tóku gildi lög nr. 17/2012, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum. Vegna þeirra breytinga sem lögin fela í sér vill Seðlabanki Íslands taka eftirfarandi fram:

Í fyrsta lagi fela lögin í sér að undanþága vegna greiðsla á kröfum úr þrotabúi og greiðslu samningskrafna samkvæmt nauðasamningi, sbr. lög nr. 21/1991, í innlendum gjaldeyri, þegar greiðsla á sér stað af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi er, felld úr gildi. Tilgangur breytinganna er að veita Seðlabanka Íslands ákveðið varúðartæki til að koma í veg fyrir að útgreiðslur innlendra þrotabúa valdi óstöðugleika í greiðslujöfnuði eða grafi undan áætlun um losun gjaldeyrishafta.

Í öðru lagi er um að ræða breytingu á 13. gr. j. laga um gjaldeyrismál. Felur breytingin í sér að ekki er lengur heimilt að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir andvirði verðbóta af höfuðstól skuldabréfa auk þess sem óheimilt er að kaupa erlendan gjaldeyri vegna afborgana af höfuðstól skuldabréfa.

Í þriðja lagi er um að ræða breytingu sem fellir úr gildi undanþágu sem skilanefndir og slitastjórnir gömlu bankanna hafa haft frá banni laganna til fjármagnshreyfinga á milli landa í erlendum gjaldeyri.

Til baka