11. júní 2012
Erlend staða Seðlabankans
Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu um 1.063 ma.kr. í lok maí samanborið við 942 ma.kr. í lok apríl.
Þessa hækkun má m.a. rekja til skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs að fjárhæð 1 milljarður Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum króna.
Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands námu um 317,1 ma.kr. í lok maí samanborið við 324,8 ma.kr. í lok apríl.