20. júní 2012
Ræða Más Guðmundssonar á málstofu Danske Bank
Már Guðmundsson hélt erindi á málstofu Danske Bank um peningastefnu á Íslandi fyrir og eftir hrun. Þá tók hann við sama tækifæri þátt í pallborðsumræðum um núverandi áskoranir við framkvæmd peningastefnu ásamt Nils Bernstein, seðlabankastjóra Danmerkur og Tuomas Välimäki, framkvæmdastjóra peningamálaaðgerða hjá Finnlandsbanka. Lars Christensen, yfirmaður nýmarkaðsgreiningardeildar Danske Bank stýrði umræðum.