logo-for-printing

22. apríl 2013

Vorfundur AGS

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem haldinn var í Washington í Bandaríkjunum dagana 19. til 21. apríl. Seðlabanki Íslands á aðalfulltrúa í stjórnarnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors) og er aðalfulltrúi Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Varafulltrúi í nefndinni er Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og aðstoðarseðlabankastjóri sóttu fundi með yfirstjórn og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málefni Íslands og þróun efnahagsmála á alþjóðavísu.

Fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd AGS (e. International Monetary and Financial Committee) var að þessu sinni fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, og má nálgast yfirlýsingu hans fyrir hönd kjördæmisins hér að neðan.

Í ályktun fjárhagsnefndar AGS (e. IMFC Communiqué) kemur m.a. fram að með margvíslegum aðgerðum stjórnvalda hafi heldur dregið úr áhættu til skamms tíma í alþjóðahagkerfinu en á móti komi að hagvexti sé misskipt. Þróuð ríki standi frammi fyrir hægum hagvexti, en meiri vöxt sé að finna meðal nýmarkaðsríkja og þróunarlanda. Nefndarmenn voru sammála um það að nauðsynlegt væri að auka viðnámsþrótt heimsbúskaparins og stuðla að sjálfbærum hagvexti.


Sjá nánar: 

Yfirlýsing Anders borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Vorfundur 2013

Ályktun fjárhagsnefndar AGS. Vorfundur 2013

 

Til baka