logo-for-printing

06. janúar 2014

Málstofa um ris og fall íslensku bankanna

Á morgun, þriðjudaginn 7. janúar kl. 15:00, verður málstofa haldin í fundarsal Seðlabankans á fyrstu hæð, Sölvhóli. Frummælandi er Friðrik Már Baldursson, prófessor.

Málstofan byggir á ritgerð sem Friðrik Már hefur birt ásamt Richard Portes, prófessor við London Business School. Þeir rituðu einnig skýrslu um íslenska fjármálakerfið og stöðu þess sem kom út á árinu 2007. Í nýju ritgerðinni ræða þeir stöðu fjármálakerfisins fyrir fall bankanna í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja í dag.

Í ritgerðinni er fjallað um þjóðhagslegt ójafnvægi á Íslandi á árunum fyrir 2008 og hina alþjóðlegu fjármálakreppu og stöðu og möguleika íslensku bankanna við þær aðstæður.

Athugið að Friðrik mun hefja mál sitt á ensku þar sem þess hefur verið óskað.

 

Til baka