05. febrúar 2014
Eignir lífeyrissjóða
Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.656,9 ma.kr. í lok desember og hækkaði um 7,2 ma.kr. eða 0,3% á milli mánaða. Þar af nam hrein eign samtryggingadeilda 2.396,9 ma.kr. og hækkaði um rúmlega 6,9 ma.kr. og eign séreignadeilda 260 ma.kr. og hækkaði um 203 m.kr.Innlend verðbréfaeign nam 1.912,8 ma.kr. og hækkaði um 11 ma.kr. í desember sem má rekja til hækkunar á innlendum hlutabréfum sem hækkuðu um 10,2 ma.kr. Erlend verðbréfaeign nam 595,3 ma.kr. og lækkaði um 15,4 ma.kr. sem stafar aðallega af lækkun erlendra hlutabréfasjóða, sem lækkuðu um 6,8 ma.kr. og lækkunar á erlendum hlutabréfum, sem lækkuðu um 6,6 ma.kr.
Vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.
Sjá nánar: Lífeyrissjóðir.