logo-for-printing

03. júní 2014

Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok fyrsta ársfjórðungs 2014

Bygging Seðlabanka Íslands
Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok fyrsta ársfjórðungs 2014

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2014 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Til frekari upplýsinga birtir Seðlabankinn samhliða mat á undirliggjandi hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Við mat á undirliggjandi stöðu er lagt mat á þá stöðu sem mun birtast þegar innlendar og erlendar eignir innlánsstofnana í slitameðferð hafa verið seldar og andvirði þeirra ráðstafað til kröfuhafa. Jafnframt er horft í gegnum nokkur innlend fyrirtæki, önnur en fjármálafyrirtæki, sem unnið er að slitum á (sjá nánari útskýringar í Sérriti 9: Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður, sem gefið var út 18. mars 2013).

Sjá hér í heild frétt nr. 17/2014:

Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok fyrsta ársfjórðungs 2014.pdf

Til baka