05. júní 2014
Breyttir staðlar um greiðslujöfnuð hafa áhrif á vöru- og þjónustuviðskipti
Í haust verða teknir upp nýir staðlar fyrir hagtölur um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Breyttir staðlar munu einkum hafa áhrif á vöru- og þjónustuviðskipti. Enn fremur munu breytingar meðal annars koma fram í beinni fjárfestingu. Meðal nýmæla þar verður að gera skal sérstaka grein fyrir viðskiptum milli eignatengdra félaga, en það eru félög sem eru ekki í beinum eignatengslum en tengjast t.d. í gegnum sama móðurfélag.
Sjá nánari upplýsingar um staðla hér