logo-for-printing

28. ágúst 2014

Upplýsingarit Seðlabankans um verðbréfaeign

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur kannað landaskiptingu erlendrar verðbréfaeignar fyrir árið 2013. Niðurstöður sýna meðal annars að erlend verðbréfaeign innlendra aðila hér á landi nam 1.229,2 ma.kr. í lok árs 2013 og jókst um 147,9 ma.kr. frá árinu á undan, eða um 14%.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að erlend verðbréfaeign innlendra aðila var mest í Bandaríkjunum, 281,6 ma.kr., en þar á eftir í Lúxemborg, 190 ma.kr. Eins og í fyrri könnunum áttu íslenskir lífeyrissjóðir mest af erlendu verðbréfaeigninni, en eign þeirra nam 595 ma.kr. í lok árs 2013 og hafði aukist um 46,2 ma.kr. á árinu. Innlánsstofnanir í slitameðferð áttu næst mest af erlendu verðbréfaeigninni, eða 395 ma.kr., og höfðu aukið hlut sinn um 38,1 ma.kr. á milli ára.

Einnig var gerð könnun á innlendri verðbréfaeign erlendra aðila og nam hún um 700 ma.kr. í árslok 2013. Eign þeirra var að mestu leyti í langtímaskuldaskjölum, eða um 631 ma.kr. Þeir erlendu aðilar sem mest áttu af verðbréfaeignum hérlendis voru skráðir í Bandaríkjunum. Þeir áttu um 35% af innlendum verðbréfum í eigu erlendra aðila, en þar á eftir komu aðilar skráðir í Lúxemborg með um 34%.

Hér má sjá ritið í heild: Upplýsingarit Seðlabanka Íslands nr. 4.

 

Til baka