Málstofa í dag um húsnæðismarkaðinn 2007
Hvað?
Málstofa um húsnæðismarkaðinn 2007.
Hvenær?
í dag, þriðjudaginn 14. október klukkan 15:00.
Hvar?
Sölvhóli, fundarsal Seðlabanka Íslands. Gengið er inn frá Arnarhóli.
Hver?
Lúðvík Elíasson, hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans
Nánar:
Lúðvík mun fjalla um niðurstöður úr rannsókn þar sem líkan af húsnæðismarkaðnum sem hann og Þórarin G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans mátu á árinu 2004 er endurmetið með gögnum sem ná yfir þensluna á markaðnum 2004 til 2007 og hrunið sem fylgdi í kjölfarið. Því er velt upp hvort fasteignamarkaðurinn á Íslandi hafi á þessum árum sýnt einkenni eignaverðsbólu. Sýnt er að tiltölulega litlar endurbætur á líkaninu duga til þess að skýra að mestu þá þróun sem varð á markaðnum fram að falli bankanna.