logo-for-printing

17. október 2014

Rannsóknarritgerð um stjórn opinberra fjármála

Gunnar Gunnarsson

Ritgerðin, sem National Bureau of Economic Research gefur út, fjallar um nýlegar rannsóknir á aga í opinberum fjármálum auk þess sem skoðað er hvernig fjármálastjórn er háttað í ríkjasamböndum og sambandslýðveldum. Þar eru valin dæmi frá fyrsta áratug þessarar aldar, fyrir og eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Fyrst er borin saman saga fjármálastefnu Kaliforníu og Grikklands, sem sýnir hve ólíka leið annars vegar þroskað sambandslýðveldi, Bandaríkin, valdi samanborið við ungt ríkjasamband eins og evrusvæðið.

Því næst er tekið saman yfirlit yfir þróun í stjórn opinberra fjármála í Brasilíu sem dregur fram þær áskoranir sem nýmarkaðsríki standa frammi fyrir við stjórn opinberra fjármála sambandslýðveldis og mögulegar leiðir til umbóta á fjármálastofnunum í framtíðinni.

Loks er fjallað um opinbera fjármálastjórn á Íslandi fyrir og eftir fjármálakreppuna. Ísland er lítið, sjálfstætt ríki sem fékk háar einkunnir hjá lánshæfismatsfyrirtækjum fyrir fjármálakreppuna. Eftir djúpa banka- og gjaldeyriskreppu hefur efnahagsbati náð að festa sig í sessi. Leitað er svara við því hvaða áhrif kreppan mun hafa á lagaumgjörð opinberra fjármála á Íslandi.

Höfundar eru Gunnar Gunnarsson, sérfræðingur á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands (sjá efri mynd) og Joshua Aizenman, prófessor í hagfræði og alþjóðasamskiptum, en hann gegnir stöðunni „Dockson Chair in Economics and International Relations USC and the NBER“. Sjá nánari upplýsingar um  Joshua hér.

Sjá ritgerðina hér:

NBER WORKING PAPER SERIES: FISCAL CHALLENGES IN MULTILAYERED UNIONS: AN OVERVIES AND CASE STUDY, eftir Joshua Aizenman og Gunnar Gunnarsson

 

Til baka

Myndir með frétt

Joshua Aizenman