logo-for-printing

21. janúar 2015

Breyting á útboðsskilmálum vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur breytt útboðsskilmálum vegna kaupa bankans á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri en útboðið sem auglýst var 9. desember sl. fer fram 10. febrúar 2015.

Breytingin felst í að heimila viðskiptabönkum að safna tilboðum sem byggja á krónueign erlendra aðila sem ekki ná einni milljón króna að fjárhæð auk þess að lágmarksfjárhæð tilboðs viðskiptabanka er lækkuð í 25 milljónir. Enn fremur hefur tíminn sem útboðið stendur verið lengdur í 60 mínútur. Útboðið hefst 10. febrúar 2015 kl.10:45 og stendur til kl. 11:45. Aðrar efnislegar breytingar hafa ekki verið gerðar á útboðsskilmálunum.

Markmið breytingarinnar er að gera erlendum kröfuhöfum kleift að taka þátt í útboðinu með fjármuni sem eru undir einni milljón að fjárhæð auk þess að auðvelda viðskiptabönkum að safna tilboðum viðskiptavina og gera tilboð fyrir þeirra hönd fyrir samanlagða lægri fjárhæð heldur en í fyrri útboðum.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569-9600.

Fylgiskjöl:

Útboðsskilmálar vegna kaupa Seðlabanka Íslands á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Viðskiptadagur: 10. febrúar 2015 (pdf-skjal)

 

Nr. 1/2015
21. janúar 2015

Til baka