logo-for-printing

06. febrúar 2015

Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns opið á Safnanótt í kvöld frá 19:00-24:00

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns verður opið í kvöld á Safnanótt frá klukkan 19:00 til 24:00. Safnið er í byggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg í Reykjavík. Gengið er inn frá Arnarhóli.

Myntsafnið býður upp á fróðlega og vandaða yfirlitssýningu um íslenska mynt og seðla og erlenda peninga frá fyrri öldum. Safnið varðveitir einnig og sýnir Nóbelsverðlaunapening Halldórs Laxness ásamt viðurkenningarskjali. 

Flutt verður erindi um sögu gjaldmiðla og gestum gefst tækifæri til að taka þátt í kosningu um fegursta seðilinn sem í gildi er í dag. 

Hægt verður að skoða höggmyndir, kynna sér sparnaðarleiðir fyrr og nú, kíkja á myndbönd sem tengjast seðlum og mynt og senda sérstakt póstkort til vina og vandamanna.

Þá geta börn sem fullorðnir fengið að teikna sinn eigin seðil.

  

Dagskrá Safnanætur í Seðlabankanum verður nánar tiltekið þessi:

Safnanótt  6. febrúar, kl. 19.00-24.00

Opin svæði: Sýningarsalur myntsafns, höggmyndagarður og fundarsalurinn Sölvhóll

 

Safnanótt 2015

Dagskrá:

19.00 Húsið opnað

19.30 Tónlist - Pálmi Sigurhjartarson leikur á flygil - sýningarsalur

20.00 Fyrirlestur um sögu gjaldmiðla – Sigurður Pálmason – fundarsalurinn Sölvhóll

20.30 Spilað og sungið - Pálmi Sigurhjartarson og Berglind Björk Jónasdóttir - sýningarsalur

21.30 Fyrirlestur um sögu gjaldmiðla – Sigurður Pálmason – fundarsalurinn Sölvhóll

24.00 Húsinu lokað

 

Sölvhóll

Sýning á stuttmyndum Seðlabankans

Fyrirlestur um sögu gjaldmiðla kl. 20.00 og 21.30

Hvernig á peningaseðill á að vera: Teiknaðu og litaðu seðil og festu hann upp á vegg í Sölvhóli

Sendu fimm krónur: Skrifaðu kveðju á póstkort og við sendum það fyrir þig

Kosning um fallegasta gildandi peningaseðilinn – úrslit kynnt á www.sedlabanki.is eftir helgi


Safnanótt 2015

Höggmyndagarður

Gakktu um garðinn og skoðaðu fallegar höggmyndir, upplýsingabæklingur er til staðar

Sýningarsalur Myntsafns

Fróðleg og falleg yfirlitssýning um íslenska mynt og seðla og erlenda peninga frá fyrri öldum ásamt sýningu á nokkrum sparnaðarleiðum ungmenna áður fyrr

Tónlistarflutningur

Létt hressing á boðstólum

Þú finnur svarið hér: 

Hvaða fjárhæð er á fyrsta íslenska víxlinum sem varðveittur er í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns?

 

Safnanótt 2015

Til baka