logo-for-printing

09. mars 2015

Kynning á myntsafni í Seðlabankanum í alþjóðlegri viku fjármálalæsis

Gestir á myntsafni Seðlabankans

Sérstök kynning verður á efni myntsafns Seðlabankans og Þjóðminjasafns við Kalkofnsveg 1 í Reykjavík í alþjóðlegri viku fjármálalæsis sem hófst í dag. Kynningin í safninu fer fram á morgun, þ.e. þriðjudag, og einnig miðvikudag og fimmtudag, klukkan 13.30 til 15:30 alla daga. Leiðbeinandi verður Anton Holt, safnvörður í Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands tekur einnig þátt í röð örfyrirlestra um fjármálalæsi sem haldnir verða í hádeginu á miðvikudag í Háskóla Íslands. 

Til baka