logo-for-printing

26. maí 2015

Það er ekkert nýtt nema það sem er gleymt - Erindi Þorvarðar Tjörva um sögu peningamála

Þorvarður Tjörvi Ólafsson

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, flutti í síðustu viku erindi um sögu peningamála á Íslandi á fundi hjá alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækinu SWIFT. Erindið fór fram á ensku og bar yfirskriftina „There is nothing new except what is forgotten“ – Short history of monetary issues in Iceland.

Í erindinu var kastljósinu beint að áþekkri þróun í tengslum við þrjár kerfislægar fjármálakreppur hér á landi: Þeirrar sem hófst 2008 og þeirra sem áttu sér stað á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Erindið er að hluta byggt á væntanlegri rannsóknarritgerð um sögu fjármálakreppa á Íslandi sem Þorvarður Tjörvi hefur unnið ásamt Bjarna G. Einarssyni, Kristófer Gunnlaugssyni og Þórarni G. Péturssyni.

Við flutning erindisins studdist Þorvarður Tjörvi við efni í meðfylgjandi kynningarskjali:

Þorvarður Tjörvi Ólafsson: „There is nothing new except what is forgotten.“ Um sögu peningamála á Íslandi. Kynning á fundi greiðslumiðlunarfyrirtækisins SWIFT, í Reykjavík,  20. maí 2015.pdf

Til baka