logo-for-printing

03. september 2015

Uppfærðar tölur um lífeyrissjóði

Bygging Seðlabanka Íslands

Uppfærðar tölur um starfsemi lífeyrissjóða hafa verið birtar hér á vef Seðlabanka Íslands. Þar kemur meðal annars fram að hrein eign lífeyrissjóðanna hafi numið 3.174,1 ma.kr. í lok júlí og hafi hækkað um 56,8 ma.kr. eða 1,8% á milli mánaða. Þar af hafi hrein eign samtryggingadeilda numið 2.863 ma.kr. en séreignadeilda 311 ma.kr. Innlend verðbréfaeign nam 2.246 ma.kr. og hækkaði um 32,8 ma.kr. í júlí. Erlend verðbréfaeign nam 752,5 ma.kr. en það er rúmlega 20 ma.kr. hækkun frá fyrri mánuði.

Sjá nánar um þetta hér.

Til baka