29. september 2015
Svar við bréfi InDefence-hóps um stöðugleikaskilyrði
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur í dag svarað bréfi InDefence-hópsins sem barst Seðlabanka Íslands 23. september síðastliðinn. Bréfið fjallaði um birtingu stöðugleikaskilyrða og var í kjölfarið birt opinberlega. Í bréfi seðlabankastjóra er farið yfir gang og stöðu mála varðandi stöðugleikaskilyrði.
Svarbréf Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til InDefence-hópsins er aðgengilegt hér: Bréf Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til InDefence-hópsins, dagsett 29. september 2015.pdf