06. október 2015
Málstofa um fjármagnsvæðingu og gengissveiflur í litlum og opnum hagkerfum
Málstofa um fjármagnsvæðingu og gengissveiflur í litlum og opnum hagkerfum verður haldin miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 15:00 í Sölvhóli, fundarsal Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 í Reykjavík. Málshefjandi er Hamid Raza, doktorsnemi við háskólann í Limerick á Írlandi. Málstofan verður á ensku.
Sjá hér nánari upplýsingar um málstofuna: Fjármagnsvæðing og gengissveiflur í litlum og opnum hagkerfum.