logo-for-printing

07. janúar 2016

Uppfærðar hagtölur á vef Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Nú í upphafi árs viljum við minna á að reglulega eru birtar uppfærðar hagtölur hér á vef Seðlabankans. Þannig hafa nú í upphafi árs verið birtar upplýsingar um starfsemi lífeyrissjóða, krónumarkað, gjaldeyrismarkað og raungengi. Í þessum upplýsingum kemur meðal annars fram að hrein eign lífeyrissjóða hér á landi hafi numið ríflega þrjú þúsund milljörðum króna í lok nóvember á síðasta ári, velta á millibankamarkaði hafi verið 22 ma.kr. í desember sl, heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi numið um 68 milljörðum í desember sl. og að raungengi krónunnar hafi hækkað í desember sl. um 0,9% frá fyrra mánuði og hafi verið 8,3% hærra en á sama tíma árið áður.

 

Til baka