logo-for-printing

08. mars 2016

Málstofa um fjármögnun kaupa á íbúðarhúsnæði 1989-2014

Bygging Seðlabanka Íslands
Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, þriðjudaginn 8. mars kl. 15:00.
Frummælendur verða: Lúðvík Elíasson, hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics ehf.

Ágrip: Fjallað er um vöxt útlána Húsnæðisstofnunar og Íbúðalánasjóðs, breyttar áherslur í útlánum og fjármögnun þeirra og breytt hlutverk banka á íbúðalánamarkaði. Áhrif þessa á fasteignaverð og skuldsetningu eru rakin og samspil við fjármálaáfallið 2007-2008. Fjallað verður um aðgerðir til þess að draga úr skuldsetningu heimilanna á undanförnum árum og horft til framtíðar varðandi fjármögnun almennra íbúðalána. Framsagan mun byggja á kaflanum, Housing finance in Iceland: Milestones 1989-2014 , sem frummælendur eru höfundar að og er nýútkominn hjá Wiley Blackwell í bókinni Milestones in European Housing Finance (Lunde & Whitehead ritstj.)

Til baka