logo-for-printing

10. mars 2016

Kynning aðalhagfræðings um fjármálasveifluna á Íslandi á fundi hjá Íslandsbanka 9. mars sl.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Miðvikudaginn 9. mars síðastliðinn hélt aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Þórarinn G. Pétursson, kynningu um fjármálasveifluna á Íslandi.

Höfundar kynningarinnar eru: Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson, Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson. Kynningin byggðist á efni rannsóknar höfunda á mikilvægi samspils fjármálakerfis og þjóðarbúskapar í efnahagsþróun Íslands yfir ríflega aldartímabil. Er þetta seinni hluti rannsóknarverkefnisins, en í þeim fyrri var fjallað um fjármálakreppur á Íslandi 1875-2013 og má finna rannsóknarritgerðina hér: Working paper no. 68: The long history of financial boom-bust cycles in Iceland - Part 1: Financial crises

Erindi Þórarins um fjármálasveifluna má nálgast hér: Fjármálasveiflan á Íslandi, kynning aðalhagfræðings

Til baka