logo-for-printing

27. maí 2016

Seðlabankastarfsfólk sigraði í hjólreiðakeppninni

Hjólreiðafólk Seðlabanka Íslands við verðlaunaafhendingu

Það voru sprækir starfsmenn Seðlabankans sem báru sigur úr býtum í keppninni Hjólað í vinnuna í ár. Úrslit voru kynnt í dag og sigraði lið Seðlabankans, Central Bikers, bæði í keppni um heildarfjölda kílómetra og í keppni um kílómetra á mann. Tíu starfsmenn bankans hjóluðu samtals 6.301 kílómetra eða 630 kílómetra hver einstaklingur. 

Meðfylgjandi mynd var tekin af hjólreiðafólkinu við verðlaunaafhendinguna í dag. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðmundur Harðarson, Kristinn Þór Sigurjónsson, Telma Ýr Unnsteinsdóttir, Ólafur Gauti Hilmarsson, Páll Þórarinn Björnsson, Ríkharður B. Ríkarðsson, Orri Freyr Oddsson og Halldór Kristinsson. Tvo starfsmenn vantaði við verðlaunaafhendinguna, þau Söru Halldórsdóttur og Guðmann Ólafsson.

Til baka