logo-for-printing

31. ágúst 2016

Tímabundin heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum og gjaldeyrisviðskipti við Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Samkvæmt 9. gr. laga nr. 37/2016 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum er eigendum aflandskrónueigna í skilningi laganna veitt tímabundin valkvæð heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum, í heild eða að hluta, og nýta til gjaldeyrisviðskipta við Seðlabanka Íslands á sérstöku viðmiðunargengi. Heimildin gildir til 1. nóvember 2016. Viðmiðunargengi í viðskiptum þessum er 220 krónur á móti einni evru skv. 10. tl. 2. gr. laganna. 

Viðskiptabeiðnir skulu berast Seðlabankanum eigi síðar en í lok dags 1. nóvember 2016 fyrir milligöngu viðskiptabanka og verðbréfamiðstöðva sem eiga innlánsreikning hjá Seðlabankanum.

Nánari lýsingu á framkvæmd viðskiptanna er að finna í skilmálum Seðlabankans um tímabundna heimild til gjaldeyrisviðskipta við bankann en þar kemur m.a. fram að Seðlabankinn áskilur sér allt að 10 viðskiptadaga til að ganga frá uppgjöri vegna viðskiptabeiðna.

Aðilar sem hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti:
Arion banki hf.
Clearstream Banking S.A.
Euroclear Bank S.A./N.V.
Íslandsbanki hf.
Kvika banki hf.
Landsbankinn hf.

Skilmálar

Kröfur til milligönguaðila vegna peningaþvættis

Til baka