logo-for-printing

06. desember 2016

Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns 30 ára í dag

Hátíðarpeningar

Þennan dag fyrir sléttum þrjátíu árum, hinn 6. desember 1986, var opnaður sýningarsalur Myntsafns Seðlabanka Íslands fyrir almenning í Einholti 4.

Safnið var fyrsta íslenska myntsafnið og hafði undirbúningur að stofnun þess þá staðið í nokkurn tíma. Einn helsti hvatamaðurinn að stofnun safnsins var Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands, og dagurinn sem var valinn fyrir opnunina var afmælisdagur Kristjáns, en hann hefði orðið sjötugur þann dag. Kristján Eldjárn lést haustið 1982, tveimur árum eftir að hann lét af embætti og fjórum árum áður en Myntsafnið var opnað. Í dag er því hundrað ára afmæli Kristjáns Eldjárns og 30 ára afmæli Myntsafns Seðlabanka og Þjóðminjasafns

Í tengslum við opnun Myntsafnsins var gefin út sérprentuð ritgerð eftir Kristján Eldjárn um Alþingishátíðarpeningana frá 1930. Greinina er hægt að skoða með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Alþingishátíðarpeningarnir eru allir til sýnis í Myntsafninu.

  Hátíðarpeningar

 

Listamennirnir Einar Jónsson, Baldvin Björnsson, Tryggvi Magnússon og Guðmundur Einarsson frá Miðdal hönnuðu útlit peninganna og þeir voru slegnir í Þýskalandi. Söluverðið var höggvið í röndina á þeim, 2 kr., 5 kr., og 10 kr. en þeir voru aldrei gerðir að gjaldgengri mynt. Þó var tekið sérstaklega fram í lögum um þessa minnispeninga að hægt væri að breyta þeim í lögeyri með konungsúrskurði. 

Til baka