logo-for-printing

17. mars 2017

Matsfyrirtækið Standard og Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“ í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Horfur eru stöðugar.

Í samantekt segir:

• S&P telur að nýlegt afnám á nánast öllum fjármagnshöftum og gerð samninga við eigendur aflandskrónueigna styrki erlenda stöðu landsins.
• Vegna þessa hækkar S&P langtíma- og skammtímaeinkunnir Íslands í „A/A-1“ úr „A-/A-2“.
• Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun S&P að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.

Tilkynningin er hér í lauslegri þýðingu.

Republic of Iceland Ratings Raised To 'A/A-1' On Lifting Of Capital Controls; Outlook Stable

Til baka