Kaup Seðlabanka Íslands á aflandskrónum
Með vísan til fréttatilkynninga Seðlabanka Íslands 12. mars og 23. mars sl. býðst bankinn til að kaupa aflandskrónueignir, eins og þær eru skilgreindar í lögum nr. 37/2016 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru. Tilboðið nær til innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016) (ISIN IS0000027068). Aflandskrónueignum í formi innstæðna skal skipt í innstæðubréf Seðlabankans áður en til viðskipta kemur. Verð miðast við hagstæðasta kauptilboð við lok viðskipta 10. mars 2017, eins og nánar er tilgreint í neðangreindri töflu, að viðbættum áföllnum vöxtum við uppgjör viðskipta. Allar greiðslur af hálfu Seðlabankans verða inntar af hendi með milligöngu Morgan Stanley í Lundúnum.
Tilboðið nær til erlendra fjármálafyrirtækja, sjóða og viðurkenndra mótaðila sem uppfylla skilyrði um varnir gegn peningaþvætti og aðrar kannanir á áreiðanleika viðskiptamanna gagnvart Morgan Stanley & Co. International plc. Slíkir aðilar geta átt viðskipti hvort sem er fyrir eigin reikning eða fyrir hönd viðskiptavina sinna. Eigendur aflandskróna skulu hafa samband við vörsluaðila viðkomandi eigna vegna viðskipta og uppgjörs en frestur til að skila tilboði og uppgjör viðskipta getur verið mismunandi eftir vörsluaðilum.
Beiðnir um viðskipti verða að hafa borist Morgan Stanley fyrir lok dags föstudaginn 28. apríl 2017 en uppgjör mun fara fram eins fljótt og unnt er.
Nánari upplýsingar veita Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Sturla Pálsson framkvæmdastjóri í síma 569 9600. Fyrirspurnir um framkvæmd er hægt að senda í netfangið offshore@sedlabanki.is.
ISIN |
Bráðabirgða ISIN |
Flokkur |
Hreint Kaupverð |
(Við lokun 10. mars 2017) |
|||
IS0000017077 |
IS0000027266 |
RIKB 19 0226 |
107,15 |
IS0000019453 |
IS0000027191 |
RIKH 18 1009 |
99,75 |
IS0000024453 |
IS0000027209 |
RIKB 20 0205 |
103,50 |
IS0000020014 |
IS0000027175 |
RIKS 21 0414 |
103,56 |
IS0000020717 |
IS0000027282 |
RIKB 22 1026 |
111,26 |
IS0000019321 |
IS0000027233 |
RIKB 25 0612 |
120,41 |
IS0000020386 |
IS0000027241 |
RIKB 31 0124 |
114,97 |
XS0195066146 |
|
HFF150224 |
102,36 |
XS0195066575 |
|
HFF150434 |
108,51* |
XS0195066658 |
|
HFF150644 |
114,01 |
IS0000027936 |
IS0000027993 |
RIKV 17 0515 |
99,00 |
IS0000027068 |
|
CBI2016 |
100,00 |
*Uppgjör við og eftir 15. apríl 2017 lækkar hreina kaupverðið sem nemur afborgun af höfuðstól.
Nr. 12/2017
4. apríl 2017