logo-for-printing

18. maí 2017

Seðlabanki Íslands hættir reglulegum gjaldeyriskaupum

Bygging Seðlabanka Íslands

Í samræmi við tilkynningar þar um hefur Seðlabanki Íslands allt frá árinu 2002, með nokkrum hléum, keypt gjaldeyri af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði til þess að eiga fyrir erlendum greiðslum ríkissjóðs og styðja við gjaldeyrisforða. Reglubundin kaup hafa undanfarin misseri numið 6 milljónum evra á viku. Á síðasta ári námu kaupin 312 milljónum evra, jafnvirði 41,7 milljarða króna, sem samsvaraði um 11% af hreinum gjaldeyriskaupum bankans á árinu. Umfangsmikil gjaldeyriskaup bankans á undanförnum árum hafa leitt til mikillar stækkunar forðans sem gerir það að verkum að ekki er þörf fyrir þessi reglulegu kaup um þessar mundir. Þeim verður því hætt frá og með næstu viku.

Seðlabankinn mun eftir sem áður beita inngripum á gjaldeyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.

 

Nr. 15/2017
18. maí 2017

Til baka