logo-for-printing

23. maí 2017

Fundargerð annars fundar Þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð 2017

Annar fundur Þjóðhagsráðs var haldinn 6. apríl sl. Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði.

Á fundum ráðsins skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni, og skal ráðið beina umfjöllun sinni sérstaklega að þáttum þar sem samhæfingu er helst ábótavant.

Fundi ráðsins skal halda að lágmarki tvisvar á ári og skal fundargerð þeirra birt á heimasíðum aðila að ráðinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði stofnyfirlýsingu Þjóðhagsráðs fyrir hönd Seðlabanka Íslands. Á fundinum fjallaði hann um stöðu efnahagsmála og helstu áskoranir sem stjórn peningamála stæði frammi fyrir. Auk seðlabankastjóra sátu Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Rannveig Sigurðardóttir staðgengill hans fundinn.

Hér má sjá fundargerð annars fundar Þjóðhagsráðs: Fundargerð 2. fundar Þjóðhagsráðs

Hér má sjá kynningarefni Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum: 
Kynningarefni seðlabankastjóra, 2. fundur Þjóðhagsráðs, 6. apríl 2017

Meðfylgjandi mynd var tekin á 2. fundi þjóðhagsráðs 6. apríl 2017. Á myndinni eru frá vinstri: Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikts Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

 

Til baka