logo-for-printing

04. september 2017

Viðskiptaafgangur var 16,3 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi – hrein staða við útlönd neikvæð um 62 ma.kr.

Bygging Seðlabanka Íslands

Á öðrum ársfjórðungi 2017 var 16,3 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Þá var halli á vöruskiptajöfnuði 45,8 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði 60,5 ma.kr. Þá skiluðu frumþáttatekjur 6,8 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 5,1 ma.kr. halla.

Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð á öðrum ársfjórðungi 2017 og stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.494 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.556 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 62 ma.kr. eða sem nam 2,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) og lækkaði um 142 ma.kr. eða sem nam 5,7% af VLF á milli ársfjórðunga. Hrein fjármagnsviðskipti leiddu til verri erlendrar stöðu þjóðarbúsins um 4 ma.kr. Skuldir lækkuðu um 113 ma.kr. og erlendar eignir um 117 ma.kr. vegna fjármagnsviðskiptanna. Gengis- og verðbreytingar höfðu neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um sem nam 139 ma.kr. Munar þar mestu um verðlækkun á eignum sem falla undir beina fjárfestingu. Gengi krónunnar hækkaði á öðrum ársfjórðungi gagnvart helstu gjaldmiðlum um 4,8% miðað við gengisskráningarvog.

Sjá hér fréttina í heild með töflum.

Nr. 23/2017
4. september 2017

Til baka