logo-for-printing

12. október 2017

Efni frá alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Íslandi í september

Mynd frá ráðstefnunni ,,The uncertain future of global economic integration''

Ráðstefnan The uncertain future of global economic integration fór fram dagana 14. og 15. september sl. í Norðurljósasal Hörpu. Ráðstefnan var skipulögð af The Reinventing Bretton Woods Committee og Seðlabanka Íslands. Markmið ráðstefnunnar var að meta hnattvæðingu efnahags- og fjármála og greina hvernig viðbrögð einstakra ríkja og hugsanlegar endurbætur á alþjóðlegu peninga- og fjármálakerfi geta haft áhrif á framtíð alþjóðavæðingar.

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Jaime Caruana, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans í Basel en meðal annarra framsögumanna má nefna Stefan Ingves, seðlabankastjóra Svíþjóðar og formann Baselnefndarinnar um bankaeftirlit, Boris Vujcic, seðlabankastjóra Króatíu og Tao Zhang, einn aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Dagskrá ráðstefnunnar og kynningar einstakra fyrirlesara má nálgast hér: The uncertain future of global integration

Til baka

Myndir með frétt

Mynd frá ráðstefnunni ,,The uncertain future of global economic integration''